Já gott fólk það er nú langt síðan maður hefur ritað eitthvað hérna og held ég bara að það sé kominn tími til að þið fáið smá update. Það er nú margt búið að gerast hérna í kóngsins.
Byrjum að segja ykkur frá því að við erum búinn að fá nýja íbúð sem við fáum afhenta í næstu viku þannig maður er nú svona að fara hugsa um að fara ganga frá dótinu okkar og fara að pakka! Það verður fínt að komast í nýja og stærri íbúð þannig þið gestir góðir fáið ykkar eigið herbergi þegar þið komið í heimsókn! Ekki amarlegt það!
Við erum einnig búinn að panta okkur flug heim í mars og ætlum við að vera á klakanum frá 17 mars til 22-23 mars. Tengdó er að vera 60 ára og verður eitthvað húllumhæ í tilefni af því. Ég fer á sunnudegi en konan ætlar að vera degi lengur! Lúxus á minni bara.
Ég er búinn að fá út úr öllum prófum nema einu og náði kallinn öllu sem komið er. Var frekar stressaður að ég myndi falla á dönsku prófinu en maður stóðst það með prýði og uppskar 02! Það er nóg og á íslenskum skala er þetta frá 5.5 - 6.5 ekki spyrja kann þetta ekki sjálfur þetta skala drasl!
Ótrúlegt en satt þá erum við hjúin næstum því búinn að vera saman í 5 ár og kemur sá dagur á laugardaginn kemur og aldrei að vita nema maður bjóði henni eitthvað út að borða! 5. ár, held barrassta að það sé kominn tími til að yngja upp! Smá sprell ég sit víst uppi með hana!
Síðan er það þetta klassíska sem lífið gengur út á. Við erum bæði í skólanum þessa önn og verður fínt að sjá hana aðeins meira heldur en þegar hún er að vinna. Ég er einnig byrjaður í skólanum og lookar þessi önn bara vel. Fínir áfangar sem maður er að taka en einnig leynast nokkrir sem eru grjót leiðinlegir en maður þarf víst að taka þá eins og allt annað.
Það er skítakuldi í DK þessa dagana, ef maður er að fara eitthvað út þá getur maður gleymt því að fá hita í sig aftur þennann dag. Ég hef ekkert á móti smá frosti ef þetta rok er ekki að þvælast alltaf fyrir. Það er nú samt gaman að segja frá því að það var í fréttunum hérna um daginn að hinum megin við Málmey er hátt í 20 gráðu frost sem er svakalegt og líður mér bara ágætlega í - 2 til 5.
Veist svo sem ekkert hvað maður á að babbla meira þannig ég slútta þessu bara hér með og er farinn að ganga frá öllu draslinu!!