miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Íbúð og læti

Gott fólk þá erum við búinn að flytja og erum að koma okkur fyrir í K-inu! Svefnuherbergið okkar hefur minnkað en á móti fáum við annað herbergi fyrir gesti og gangandi! Við skilum gömlu á föstudaginn og IKEA ferð á laugardaginn. Það þarf víst að versla eitthvað í IKEA því plássið er öðruvísi núna en það var áður og þarf eitthvað að mixa þetta saman. Alltaf gaman að fara í IKEA!! Jafnvel að maður verði flottur á því og skelli sér á sænskar kjötbollur!!
Annars gegnur lífið sinn vanagang hérna hjá okkur. Skólin er á fullu og vinnum við bæði svona með. Kallinn er byrjaður aftur ó boltanum eftir smá meiðsli. Nárinn var eitthvað að stríða kjallinum og tók það mánuð að hrista það af sér. Spiluðum einn æfingaleik um daginn og kallinn var ekki lengi að setja'ann!! Gaman að því!
Það er nú ekki langt þanngað við hjúin komum heim á klakann og eru sumur að missa sig í spennu yfir því. Segi enginn nöfn!!
Veit svo sem ekkert hvað ég á að segja meira þannig ég ætla bara að slútta þessu eins og ljónið!!

þriðjudagur, 10. febrúar 2009

Langt síðan síðast

Já gott fólk það er nú langt síðan maður hefur ritað eitthvað hérna og held ég bara að það sé kominn tími til að þið fáið smá update. Það er nú margt búið að gerast hérna í kóngsins.
Byrjum að segja ykkur frá því að við erum búinn að fá nýja íbúð sem við fáum afhenta í næstu viku þannig maður er nú svona að fara hugsa um að fara ganga frá dótinu okkar og fara að pakka! Það verður fínt að komast í nýja og stærri íbúð þannig þið gestir góðir fáið ykkar eigið herbergi þegar þið komið í heimsókn! Ekki amarlegt það!
Við erum einnig búinn að panta okkur flug heim í mars og ætlum við að vera á klakanum frá 17 mars til 22-23 mars. Tengdó er að vera 60 ára og verður eitthvað húllumhæ í tilefni af því. Ég fer á sunnudegi en konan ætlar að vera degi lengur! Lúxus á minni bara.
Ég er búinn að fá út úr öllum prófum nema einu og náði kallinn öllu sem komið er. Var frekar stressaður að ég myndi falla á dönsku prófinu en maður stóðst það með prýði og uppskar 02! Það er nóg og á íslenskum skala er þetta frá 5.5 - 6.5 ekki spyrja kann þetta ekki sjálfur þetta skala drasl!
Ótrúlegt en satt þá erum við hjúin næstum því búinn að vera saman í 5 ár og kemur sá dagur á laugardaginn kemur og aldrei að vita nema maður bjóði henni eitthvað út að borða! 5. ár, held barrassta að það sé kominn tími til að yngja upp! Smá sprell ég sit víst uppi með hana!
Síðan er það þetta klassíska sem lífið gengur út á. Við erum bæði í skólanum þessa önn og verður fínt að sjá hana aðeins meira heldur en þegar hún er að vinna. Ég er einnig byrjaður í skólanum og lookar þessi önn bara vel. Fínir áfangar sem maður er að taka en einnig leynast nokkrir sem eru grjót leiðinlegir en maður þarf víst að taka þá eins og allt annað.
Það er skítakuldi í DK þessa dagana, ef maður er að fara eitthvað út þá getur maður gleymt því að fá hita í sig aftur þennann dag. Ég hef ekkert á móti smá frosti ef þetta rok er ekki að þvælast alltaf fyrir. Það er nú samt gaman að segja frá því að það var í fréttunum hérna um daginn að hinum megin við Málmey er hátt í 20 gráðu frost sem er svakalegt og líður mér bara ágætlega í - 2 til 5.
Veist svo sem ekkert hvað maður á að babbla meira þannig ég slútta þessu bara hér með og er farinn að ganga frá öllu draslinu!!

mánudagur, 12. janúar 2009

Sáttleiki

Hvað er betra en að vera búinn að lesa 3 daga fyrir próf og fá síðan mail degi fyrir próf sem stendur í að það er ekkert að lesa fyrir prófið því það verður bara hlustun, ekkert bóklegt á því!!

föstudagur, 9. janúar 2009

Bloggstúfur

Þá held ég að það sé um að gera að henda á ykkur lesendur góðir smá bloggstúf. Við hjúin erum kominn aftur heim í kotið og er það frekar nice verð ég að segja! Maður er á fullu í prólesti og er næsta próf á þriðjudaginn. Jeg fór í próf í gær og gekk bara ágætlega held ég, það kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en 2. febrúar hvernig þetta gengur allt saman. Lífið er komið í nett klassískan farveg. Konan farinn að vinna á fullu og maður er bara heima að lesa!
Jólin voru ljúf og borðaði maður vægast sagt allt of mikið. Maður er búinn að fjárfesta í korti í Fitnessworld og er málið að létta sig um einhver kíló. Gef ekki up nein markmið, hef þau bara útaf fyrir mig. ;)
Jeg er búinn að henda inn einhverjum myndum frá klakaför í myndaalbúmið okkar en það eiga fleiri myndir eftir að bætast við!
Ætlaði bara að láta heyra létt í mér. Það er aldrei að vita nema maður verði duglegur að blogga á þessu ári!! Nú er það svínalundin sem bíður og ætla ég að fara einbeita mér að þeirri elsku!!

mánudagur, 1. desember 2008

Það eru að koma jól

Í tilefni þess að desember er genginn í garð þá er um að gera koma með létt jólalag fyrir ykkur.


ps. það er nettur bloggleiði í gangi hérna í DK. Nenni ekki alltaf að vera skrifa það sama. Ef það gerist eitthvað sniðugt þá skal ég blogga um það lesendur góðir!

föstudagur, 14. nóvember 2008

Hver man ekki eftir þessu?

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Mega helgi

Já þá er kominn þriðjudagur og það þýðir að það kemur brátt helgi á ný. Nei, nei segi svona en það er satt. Síðasta helgi var í betri kantinum og var mikið um að vera. Gerður og Dabbi komu til okkar á fimmtudaginn var og dvöldu þau hjá okkur yfir helgina. Óli Johnson og frú voru einnig í Köben og fór ég, dabbi og Gerður ásamt þeim í mat til Arndísar og Grétar á föstudagskvöldinu. Ég dvaldi ekki eins lengi og þau hjá þeim því ég skundaði í bæinn til að hitta Kristínu, Míu og Þráinn enda var J-dagurinn runninn upp. Fyrir þá sem ekki vita er J-dagurinn þegar Tuborg Julebryg kemur til byggða. Jólabjórinn brást ekki þetta árið og rann hann ljúft niður. Hef það einhvernveginn á tilfinninguni að ég muni fá mér hann aftur. Við sátum og eitthvað fram á nótt að sötra og síðan var haldið heim því maður átti mikilvægan leik á laugardeginum.
Laugardagurinn var svo tekinn snemma því kjallinn átti að spila síðasta leik tímabilsins á móti Dragør Bk. Við þurftum að taka þennann leik helst stórt til að bjarga okkur frá falli. Því miður brást okkur bogalistinn og töpuðum við 1-0. Ég náði þá þeim merka árangri að fara í gegnum heilt tímabil með liði og aldrei vinna leik. Missti af 3 leikjum sem unnust báðir. Um kvöldið var síðan haldið á vit ævintýrana að sjá hljómsveitina frá Manchester nánar til tekið OASIS. Gallagher bræður voru frekar ferskir án attitudes. Við vorum temmilega sáttir við tónleikana og gefum þeim 4 jólabjóra af 5 mögulegum. Ekki amarlegt það.
Á sunnudeginum var kjallinn að vinna um morgunin. Eftir að maður kom heim héldum við með Dabba og Gerði á Laundromat og fengum okkar temmilegann bröns. Síðan kvöddum við þau og brunuðu þau til Aarhus. Við skunduðum síðan niður í bæ að hitta Míu og Þráinn og var ferðini haldið á James Bond. James var klárlega að skila sínu og klikkaði hann ekki. Ég saknaði samt einar setningar úr myndini "My name is Bond, James Bond" Trúi því ekki að þeim gáti ekki pungað henni inn einhvertíman.
Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni og koma mér út í Amagercentret að versla!!